Að Brúarfljóti 6 á Tungumelum í Mosfellsbæ rísa nú iðnaðar- og geymslubil um 25 fm2 að stærð hvert. Stefnt er að afhendingu fyrstu bila í maí 2022 en sala er nú þegar hafin. Hægt er að breyta bilum í atvinnuhúsnæði með einföldum hætti sem eykur sveigjanleika í nýtingu húsnæðisins. Hafið samband við fasteignasala fyrir nánari upplýsingar.
Bilin eru um 25 fm að stærð með hallandi þaki. Lofthæð er 4 metrar þar sem hún er mest sem gefur kaupendum möguleika á að byggja geymsluloft og auka þannig nýtingu rýmisins.
Mögulegt er að tengja saman tvö eða fleiri bil og mynda þannig stærri einingu sem hægt væri að nýta sem iðnaðarrými. Samtenging er á kostnað kaupanda og þarf að fara fram í samráði við húsfélag.
Brúarfljót er einstaklega vel staðsett og auðvelt aðgengi að svæðinu af Vesturlandsvegi. Skortur er á húsnæði af þessari gerð á austurhluta höfuðborgarsvæðisins.